Fréttir

Skólamatur á tímum COVID-19

Kæru viðskiptavinir Skólamatar. Takmörkun á skólahaldi sem tók gildi sl. mánudag hefur orðið til þess að matarþjónusta í skólum hefur tekið miklum breytingum. Ákvörðun um það hvernig matarþjónusta fer fram er í höndum skólastjórnenda á hverjum stað og miðast verklag við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks skólanna. Takmörkunin hefur orðið til þess að Skólamatur hefur þurft að breyta fyrirfram auglýstum matseðlum sínum. Skólamatur hefur fundað með fulltrúum sveitarfélaganna með það að markmiði að finna lausnir á því hvernig greiðslum á mataráskrifum skuli háttað á meðan takmörkunin er í gildi. Málið er í skoðun hjá flestum sveitarfélögunum og er svara að vænta fljótlega. Við skiljum vel að þetta ástand skapi óvissu hjá viðskiptavinum okkar og veki upp spurningar. Um leið og málin skýrast þá munum við senda öllum okkar viðskiptavinum nánari upplýsingar með tölvupósti. Við viljum enn og aftur þakka ykkur fyrir þolinmæðina og skilninginn sem þið hafið sýnt fyrirtækinu síðustu daga. Kær kveðja, Starfsfólk Skólamatar

Lesa meira

Fréttatilkynning 2

Kæru viðskiptavinir Skólamatar. Hlutirnir breytast hratt þessa dagana og þegar ljóst var að ekki væri hægt að bjóða upp á heitan mat þurfi Skólamatur að breyta öllu verklagi mjög snögglega. Til þess að geta boðið upp á mat sem samræmdist tilmælum yfirvalda með svo skömmum fyrirvara var einungis hægt að bjóða upp á samlokur og ávexti. Skiljanlega hefur einhverrar óánægju gætt meðal viðskiptavina okkar vegna þessa. Við hjá Skólamat viljum byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem þið gerið til okkar þessa síðustu tvo daga. Það skiptir okkur öllu máli að bjóða nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat. Við erum að leita allra leiða til þess að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum svo að við getum haldið áfram að bjóða upp á hollan og ferskan mat. Það gleður okkur að segja frá því að við erum sem stendur að leggja lokahönd á matseðil næstu viku sem verður mun fjölbreyttari og veglegri. Að lokum viljum við þakka nemendum og foreldrum kærlega fyrir þann skilning sem okkur hefur verið sýndur síðustu daga. Kær kveðja, Starfsfólk Skólamatar

Lesa meira

Fréttatilkynning vegna áhrifa COVID-19

Kæru viðskiptavinir Skólamatar. Til þess að bregðast við tilmælum yfirvalda starfar Skólamatur nú tímabundið eftir breyttu verklagi. Ákvörðun um hvernig matarþjónusta fer fram í leik- og grunnskólum er í höndum skólastjórnenda á hverjum stað og miðast verklag við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólk skólanna. Við skiljum vel að þessar tímabundnu breytingar geti skapað óvissu og vakið upp spurningar. Unnið er í því að svara spurningum í samstarfi við stjórnendur grunnskóla og fulltrúa sveitarfélaga. Eitt af því sem verið er að leysa er útfærsla á breyttum forsendum mataráskrifta og greiðslum. Við munum senda út frekari upplýsingar þegar að málin skýrast. Við hjá Skólamat munum gera okkar allra besta við finna leiðir til þess að geta haldið áfram að bjóða nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat á öruggan hátt á þessum óvissutímum. Með von um jákvæð viðbrögð og skilning. Kær kveðja, Starfsfólk Skólamatar ehf.

Lesa meira

Hafragrautur og ávaxtaáskrift í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund og byrjum við fyrsta kennsludag á því. Grauturinn verður afgreiddur í matsalnum.

Lesa meira

Skráning hefst 22.ágúst 2018

Skráning í mataráskrift hefst 22.ágúst. Mikilvægt er að fylla út réttar upplýsingar svo sem bekkjarheiti, kennitölur og greiðslufyrirkomulag.

Lesa meira

Skólastjórar athugið-Skólamatur í afleysingum!

Skólamatur þjónustar mötuneyti sem þurfa á tímabundinni þjónustu að halda. Stundum þurfa matráðar að fara í leyfi eða upp koma tímabundin starfsmannaþörf og þá er gott að geta leitað til Skólamatar.

Lesa meira

Matarmiðar

Athugið að afhenda matarmiða eingöngu gegn greiðslu. Greiðslan getur verið í formi peninga, símgreiðslu eða millifærslu. Ef millifærsla á sér stað þá þarf starfsmaður að afhenda útprentaða kvittun sem þið móttakið. Það er ekki nóg fyrir starfsmann skólans að segja ykkur að hann sé búinn að millifæra :)

Lesa meira

Eldað frá grunni í stærsta eldhúsi landsins

Skólamatur opnar stórglæsilegt framleiðslueldhús að Iðavöllum 1 í Reykjanesbæ. Þar mun verða hægt að matreiða 20.000 máltíðir frá grunni á degi hverjum. Áhersla verður lögð á hollan og heimilslegan mat úr hreinu, ferslu og hollu hráefni.

Lesa meira

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00