Sækja um starf

Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik og grunnskóla. Starfsfólkið er undirstaða góðs árangurs og uppbygging fyrir framtíð fyrirtækisins.
Við erum reglulega að leita að öflugu og hæfileikaríku fólki sem vill slást í hópinn með okkur. Almennar umsóknir eru meðal annars skoðaðar í lausar stöður og geymum við umsóknir í 6 mánuði. Við hvetjum þig jafnframt til þess að fylgjast vel með á heimasíðu Alfreðs þar sem að Skólamatur auglýsir flest öll ný og laus störf.
Almennar umsóknir skulu berast á netfangið radningar@skolamatur.is.
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.