22. október 2020

Skólamatur er til fyrirmyndar

Skólamatur er til fyrirmyndar

Það er okkur mikil ánægja og heiður að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð hjá Creditinfo.  Skólamatur hefur jafnframt verið á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá árinu 2017.

Aðeins rúmlega 2% fyrirtækja á hlutafélagaskrá teljast vera til fyrirmyndar samkvæmt Creditinfo.
Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur síðastliðin þrjú ár til þess að hljóta þessar viðurkenningar.

Skólamatur þakkar innilega fyrir þessa viðurkenningu – og óskar öðrum fyrirtækjum til hamingju með sama árangur. 

Aftur í fréttalista