Hollt, ferskt og eldað frá grunni

Apríl reikningar

Tilkynning vegna reikninga fyrir mataráskriftir í apríl:

Kæru viðskiptavinir Skólamatar.

Vegna takmörkunar á skólahaldi sem nú er í gildi og þeim áhrifum sem hún hefur haft á starfsemi Skólamatar hefur verið tekin sú ákvörðun um að engir reikningar verði sendir út fyrir mataráskriftir í apríl eða á meðan á takmörkunni stendur.
Skólamatur er ennþá að leita lausna í samstarfi við sveitafélögin varðandi það hvernig greiðslum á mataráskriftum skuli háttað á meðan að takmörkunin er í gildi. Við hjá Skólamat munum senda út frekari upplýsingar um leið og málin skýrast.
Athugið að engin þörf er á því að segja upp áskrift hjá Skólamat vegna þessarar takmörkunar sem nú er á skólahaldi.

Með von um jákvæð viðbrögð og áframhaldandi skilning.

Kær kveðja,

Starfsfólk Skólamatar

Hollt

Við viljum veita viðskiptavinum okkar hollan mat og sem dæmi má nefna að við notum kornmeti úr heilum höfrum, leggjum áherslu á íslenskt hráefni og allur matur frá Skólamat er laus við transfitusýrur.

Ferskt

Við leggjum allt upp úr ferskleika hráefnisins sem notað er í daglegar máltíðir.

Eftir framleiðslu og samsetningu, sendum við matinn beint í eldhúsin eða snöggkælum hann eða frystum til að halda ferskleikanum og rétta bragðinu. Maturinn er ávallt eldaður og borinn fram samdægurs. Lokaeldun fer fram í mötuneytunum sjálfum rétt áður en að matartíma kemur. Við bjóðum ávallt upp á ferskt grænmeti og ávexti í meðlætisbar og sér starfsfólk mötuneytanna um að brytja það niður og bera fram.

Eldað frá grunni

Starfsfólk Skólamatar útbýr frá grunni sínar fiskbollur, fiskbuff, plokkfisk, súpur, grauta og lasanja svo eitthvað sé nefnt. Eins ber að nefna að óskir og ábendingar barna og starfsfólks hafa m.a. orðið til þess að áskrifendur fá að velja grænmeti og ávexti úr meðlætisbar. Eftir að það fyrirkomulag var tekið upp þrefaldaðist neysla grænmetis og ávaxta og við fögnum því.

Matseðill í tölvupósti

Veldu skóla og skráðu netfangið þitt til að fá matseðil fyrir vikuna í tölvupósti

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00