15. september 2023

Eldað á staðnum

Eldað á staðnum

Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki með yfir tuttugu ára reynslu í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið. Stærsti hópur okkar viðskiptavina eru hressir krakkar á leik- og grunnskólaaldri.

Við leggjum ríka áherslu á góð og næringarrík hráefni og að maturinn sé eldaður í skólunum sjálfum rétt áður en að svangir viðskiptavinir mæta í matsali vítt og breitt um suðvestur horn landsins.

Hjá Skólamat er maturinn undirbúinn í miðlægu eldhúsi okkar að Iðavöllum í Reykjanesbæ, en keyrður á allar okkar starfsstöðvar í upphafi dags þar sem starfsmenn okkar taka við og sjá um eldun ásamt framreiðslu fyrir okkar viðskiptavini. Starfsfólk okkar í skólunum sér ekki einungis um eldun á mat dagsins heldur sker það líka brakandi ferskt grænmeti og ávexti í meðlætisbarinn. Það er því alltaf margt í boði fyrir káta viðskiptavini en auk aðalréttar er alltaf veganréttur í boði á degi hverjum og hafa allir val um hvað sett er á diskinn sinn.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband sem sýnir einmitt vel framleiðsluferli matarins.

Aftur í fréttalista