26. október 2023

Skólamatur er framúrskarandi

Skólamatur er framúrskarandi

Skólamatur er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2023. Það er okkur sannur heiður að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja, en þennan heiður höfum við nú hlotið 7 ár í röð.

Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur síðastliðin þrjú ár til þess að hljóta þessa viðurkenningu.

Skólamatur þakkar innilega fyrir þessa viðurkenningu – og óskar öðrum fyrirtækjum til hamingju með sama árangur. 

Aftur í fréttalista