30. apríl 2024

Meðlætisbar í boði á hverjum degi

Meðlætisbar í boði á hverjum degi

Meðlætisbar í boði á hverjum degi

Næring barna skiptir miklu máli. Með því að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum verður fæða þeirra enn næringarríkari.

Hérlendis borða margir vel af grænmeti og ávöxtum daglega. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, en einnig er mælt með því að um þriðjungur af matardisknum ætti að samanstanda af grænmeti eða ávöxtum.

Á hverjum degi býður Skólamatur upp á meðlætisbar með máltíð dagsins. Í meðlætisbarnum má finna úrval af brakandi fersku grænmeti og safaríkum ávöxtum. Matseðil dagsins má finna á heimasíðu Skólamatar, en þar er einnig hægt að sjá hvaða grænmeti og ávextir eru í boði hvern dag.

Frá árinu 2006 hefur meðlætisbar verið í boði með öllum okkar máltíðum, en með þessari framsetningu á grænmeti og ávöxtum hefur neysla þeirra margfaldast og er meðlætisbarinn orðinn órjúfanlegur partur af máltíðum Skólamatar.

Aftur í fréttalista