Breyta áskrift

Breytingar á áskriftum eru gerðar í gegnum Mínar síður.

Einnig er hægt að senda póst á skolamatur@skolamatur.is.

Taka þarf fram nafn og kennitölu greiðanda, ásamt nafni og kennitölu nemanda. Allar breytingar á áskrift þurfa að berast fyrir 25. mánaðarins á undan.

Ávaxtaáskrift

Skráning í ávaxtaáskrift fer fram undir ,,sækja um áskrift". Þau sveitarfélög sem bjóða upp á ávaxtaáskrift fyrir sína nemendur kynna slíkt í skólabyrjun og á heimasíðum skólanna.

Þeir nemendur sem eru skráðir í ávaxtaáskrift fara á lista sem kennarinn þeirra fær í hendurnar. 

Bekkjarfulltrúar sækja ávaxtabox í eldhúsin og nemendur njóta ávaxta og grænmetis í sínum heimastofum. Undantekning er á þessu í einhverjum tilfellum þar sem unglingadeildir sækja sér ávexti og grænmeti í matsal.

Matseðil ávaxtaáskriftar má sjá undir ,,matseðlar". Ávallt eru í boði þrjár tegundir af grænmeti og ávöxtum og magnið miðast við ígildi eins ávaxtar fyrir hvern nemanda. Þeir nemendur sem vilja borða meira en grænmeti og ávexti á morgnana eru hvattir til að taka með sér auka nesti.

Ávaxtaáskriftin er fyrirfram greidd en fyrsta og síðasta tímabil vetrarins er lengra en önnur þar sem fyrstu dagarnir í ágúst og síðustu dagarnir í júní teljast með. Ávaxtaáskriftin framlengist sjálfkrafa um einn mánuð í senn nema ef áskrift er sagt upp. Undir ,,mínar síður" má gera breytingar á áskrift svo sem breyta greiðslumáta eða segja upp. Hafa skal í huga að breytingar þurfa að berast fyrir 25. mánaðarins á undan.

Alltaf er hægt að senda tölvupóst á skolamatur@skolamatur.is ef einhverjar spurningar vakna.