15. ágúst 2023

Skáning í áskrift hefst 22. ágúst 2023

Skáning í áskrift hefst 22. ágúst 2023

„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat en við viljum að barnið þitt njóti góðrar næringar í amstri dagsins. Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum.

Á heimasíðu Skólamatar, www.skolamatur.is, finnur þú upplýsingar um matseðla, innihaldslýsingar og næringarútreikning allra máltíða. Þar geturðu einnig skráð þig á póstlista og fengið matseðilinn í tölvupósti.

Við erum dugleg að deila upplýsingum og öðrum fróðleik á samfélagsmiðlunum okkar. Þú getur fylgt okkur þar: www.facebook.com/skolamatur og @skolamatur_ehf á Instagram.

Hagnýtar upplýsingar fyrir skólaárið 2023–2024:

  • Skráning í mataráskrift hefst kl. 9:00 þriðjudaginn 22. ágúst 2023 á www.skolamatur.is. Mikilvægt er að skrá rétt bekkjarheiti nemenda.
  • Mataráskriftir eru seldar í áskriftartímabilum og endurnýjast mánaðarlega út skólaárið sé þeim ekki sagt upp sérstaklega.
  • Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Ekki þarf að endurnýja læknisvottorð milli skólaára nema breyting hafi orðið á ofnæmi eða óþoli.
  • Afgreiðsla hádegismáltíða hefst fyrsta kennsludag.
  • Verðskrá skólamáltíða má finna á heimasíðu Skólamatar, undir hagnýtt. Verðið er ákveðið af sveitarfélagi og einungis er greitt fyrir mat þá daga sem skóli er skv. skóladagatali. Hægt er að greiða með skuldfærslu af greiðslukorti, með greiðslukröfu í netbanka, eða með því að fá sendan greiðsluseðil í pósti gegn gjaldi. Gjalddagi er í upphafi hvers áskriftartímabils.
  • Systkinaafsláttur er veittur í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Reykjavík en ekki hjá öðrum sveitarfélögum sem Skólamatur þjónustar. Hafnarfjarðarbær og Reykjanesbær taka ákvarðanir um systkinaafslátt og hver eiga rétt á slíkum afslætti. Reykjavíkurborg innheimtir gjald vegna skólamáltíða í gegnum íbúagátt en ekki í gegnum innheimtuþjónustu Skólamatar.

Við í Skólamat tökum fagnandi á móti öllum ábendingum og athugasemdum sem hjálpa okkur að bæta þjónustuna okkar. Síminn hjá okkur er 420 2500 og netfangið skolamatur@skolamatur.is.

Við hlökkum til að þjónusta ykkur á komandi skólaári.

 

Bestu kveðjur, starfsfólk Skólamatar

Aftur í fréttalista