Um skólamat

Gæðamál

Skólamatur leggur mikla áherslu á gæðamál á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Hjá Skólamat starfar gæðastjóri sem hefur það að markmiði að halda uppi gæðum ásamt því tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks. Skólamatur vinnur eftir gæðakerfi þar sem að gæði og öryggi varanna er í fyrirrúmi. 

Skólamatur uppfyllir opinberar kröfur sem gilda um reksturinn hverju sinni.

Skólamatur verslar aðeins við viðurkennda íslenska birgja og gerir miklar kröfur til þeirra, bæði hvað varðar gæði og ferskleika hráefnis.