13. nóvember 2025
Nýjungar í meðlætisbar
Við hjá Skólamat leggjum okkur fram við að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og þjónusta okkar er í stöðugri þróun. Nú aukum við fjölbreytni og úrval í meðlætisbarnum svo viðskiptavinum standi til boða enn fleiri valmöguleikar en aðal- og veganréttir dagsins.
Grunnurinn í meðlætisbarnum verður áfram sá sami, brakandi ferskir ávextir og grænmeti, en nú bætist við úrval bauna ásamt pasta- og byggsalötum. Með þessum breytingum geta þau sem vilja útbúið sér staðgóða og næringarríka máltíð úr meðlætisbarnum í stað aðalréttar - eða bætt við sem hollu meðlæti eins og áður.
Upplýsingar um innihald meðlætisbars dagsins má finna undir flipanum „MATSEÐILL“ hér á heimasíðu okkar.
Við vonum að þessar breytingar skili sér í aukinni ánægju, fleiri valkostum og enn næringarríkari máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið. Við hvetjum ykkur til að deila af reynslu eða senda okkur ábendingar, ef einhverjar eru, þannig hjálpið þið okkur að þróa og bæta þjónustuna enn frekar.