12. desember 2023

Hátíðarmatur Skólamatar 2023

Hátíðarmatur Skólamatar 2023

Í þessari viku er boðið upp á hátíðarmat í skólunum sem við þjónustum.

Á boðstólnum í ár er kaldur kalkún með salvíusmjöri, gljáðar kartöflur, eplasalat og heit sveppasósa ásamt hefðbundnu meðlæti og ísblóm í eftirrétt. Veganréttur er Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat og heit sveppasósa ásamt vegan ís í eftirrétt.

Fyrir börn sem eru í sérfæði vegna mjólkur ofnæmis/óþols verður íspinni í boði í stað ísblóms.

Við vonumst til að nemendur og starfsfólk eigi notalega og hátíðlega stund og njóti saman í aðdraganda hátíðanna.

Aftur í fréttalista