8. febrúar 2024

ELDGOS Á REYKJANESI - Viðbragð Skólamatar

ELDGOS Á REYKJANESI - Viðbragð Skólamatar

Nú þegar að eldgos er hafið á Reykjanesi og ljóst er að heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum þurfum við hjá Skólamat að virkja neyðaráætlunina okkar að hluta til hér í miðlægu eldhúsi okkar í Reykjanesbæ.

Búið er að gefa út að allt skólastarf falli niður á Suðurnesjum vegna heitavatnsleysis.

Á morgun föstudag er mexócosúpa á matseðli og verður hún í boði eins og matseðilinn gerir ráð fyrir í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir heitavatnsleysi í miðlægu eldhúsi í Reykjanesbæ.

Á mánudaginn eru fiskibollur á matseðli teljum við okkur geta afgreitt þær þrátt fyrir aðstæður.

Við biðjum ykkur að sýna okkur skilning ef einhverjir hnökrar verða á skólamatnum næstu daga en með jákvæðni að vopni teljum við okkur geta leyst hvað sem er.

Við óskum öllum viðbragsaðilum góðs gengis með verkefnið sem liggur fyrir næstu daga.

Aftur í fréttalista