Um Skólamat

Samfélagsleg ábyrgð

Skólamatur tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og leggur sitt af mörkum. Fyrirtækið vinnur í sátt við umhverfi sitt og leggur ríka áherslu á umhverfisvernd. Sem dæmi má nefna að matarsóun er höfð í lágmarki. Allur lífrænn úrgangur er vigtaður og skráður og tölfræðin er nýtt til að lágmarka sóun og lífrænum úrgangi er fargað á viðeigandi hátt. Allur matur sem fellur til og ekki er hægt að nýta er gefinn til Fjölskylduhjálpar íslands.

Matarsóun

Skólamat er mikið í mun að lifa í sátt við umhverfi sitt og náttúru og rík áhersla er lögð á að lágmarka matarsóun. 

Skólamatur flokkar allt sitt rusl og skilar aðgreindu til sorpmóttöku. Í innkaupum er lögð áhersla á að umbúðir séu úr endurvinnanlegu efni og einnota vörur eru keyptar í lágmarki.

Starfsfólk er vel upplýst og frætt um meðhöndlun matvæla og rétta skömmtun þar sem það á við. Það fær leiðbeiningar um hvernig skera eigi t.d. grænmeti og ávexti, hvernig bera eigi mat fram til að lágmarka sóun og hvernig best sé að framreiða matinn með tilliti til matarsóunar.

Öllum nýtilegum matarafgöngum er komið í hendur Fjölskylduhjálpar Íslands sem kemur þeim áfram til fjölskyldna í neyð.

Góðgerðamál

Skólamatur lætur gott af sér leiða og styrkir hin ýmsu góðgerðafélög, ýmist með beinum styrkjum, matargjöfum eða öðrum aðferðum.

Skólamatur á gott farsælt samband við Fjölskylduhjálp Íslands en öllum nýtilegum matarafgöngum er komið í þeirra hendur sem kemur þeim svo áfram til fjölskyldna í neyð.

Styrkir

Skólamatur styður þétt við bakið á íþróttafélögum í nærumhverfi sínu með ýmsu móti, til að mynda með matargjöfum og styrkjum.

Skólamatur styrkir ýmiss konar íþrótta- og æskulýðsstarf og er helsti markhópurinn börn og unglingar.