13. febrúar 2024

Spornum við matarsóun

Spornum við matarsóun

Spornum við matarsóun

Okkur hjá Skólamat er mikið í mun að lifa í sátt við umhverfi og náttúru og leggjum ríka áherslu á það að lágmarka matarsóun.

Við flokkum allt rusl sem fellur til og skilum aðgreindu til sorpmóttöku. Við leggjum einnig áherslu á að í innkaupum séu umbúðir úr endurvinnanlegu efni og einnota vörur eru keyptar í lágmarki.

Starfsfólkið okkar er vel upplýst og frætt um meðhöndlun matvæla og rétta skömmtun þar sem það á við. Starfsfólki er leiðbeint um hvernig skera eigi t.d. grænmeti og ávexti, hvernig bera eigi mat fram til að lágmarka sóun og hvernig best er að framreiða matinn með tilliti til matarsóunar.

Við hjá Skólamat vinnum eftir kerfi þar sem dagleg nýting á öllu hráefni er skráð, hve mikið er borðað og hvað mikið fellur til sem lífrænn útgangur.

Gögnin sem myndast við þetta eru metin og notuð til að ákveða magn og við þróun matseðla, eins er ánægja með hvern rétt metin og nýtt í samræmi við matseðlaþróun.

Í flestum þeim skólum sem við þjónustum fer fram sjálfsskömmtun, en þar skammta nemendur sér sjálfir á disk og meta þannig og ákveða sjálfir hve mikinn mat þeir setja á diskinn. Eftir að þessi aðferð var tekin upp hjá okkur sjáum við að það fer talsvert minna af matarleifum í lífrænan úrgang

Allar þessar upplýsingar nýtast við að fá nemendur í leik- og grunnskólum til að borða matinn þannig að sem mest af mat fari í maga og sem minnst í ruslið.

Eftir að þetta verklag var tekið upp minnkaði matarsóun umtalsvert og höldum við áfram á þeirri vegferð að minnka allan úrgang.

Þess má einnig geta að öllum nýtilegum matarafgöngum er komið í hendur Fjölskylduhjálpar Íslands sem kemur þeim áfram til fjölskyldna í neyð.

Aftur í fréttalista