Búið er að opna fyrir áskriftarskráningu
„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat og okkur er mikið í mun að nemendur njóti góðrar næringar í amstri dagsins. Á hverjum degi bjóðum við upp á næringarríkan aðalrétt og vegan valkost. Auk þess er ávallt girnilegur meðlætisbar þar sem má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti, ávöxtum og stundum létta kalda rétti.
