Framleiðslueldhús Skólamatar – þar sem gæða máltíðir verða til
Hjá Skólamat vinnum við út frá því að framleiða hollar og næringarríkar máltíðir fyrir mikilvægasta fólkið. Í höfuðstöðvum okkar í Reykjanesbæ má finna nokkur eldhús, aðaleldhús, framleiðslueldhús og sérfæðiseldhús. Í þessum eldhúsum er maturinn framleiddur og undirbúinn fyrir skólana, en lokaeldun fer fram í skólunum sjálfum.
