Fréttir

VÆB-vika hjá Skólamat

Dagana 6.-10. október vear sérstök „VÆB vika“ hjá Skólamat en af því tilefni settu VÆB-bræðurnir saman fjölbreyttan og næringarríkan matseðil sem samanstóð af þeirra uppáhaldsréttum.

Markmið VÆB vikunnar var að gleðja krakkana og gera skólamatinn enn skemmtilegri og meira spennandi, ásamt því að vekja athygli á mikilvægi góðrar næringar og samveru í hádeginu. Matseðill VÆB samræmist, líkt og allur matur frá Skólamat, ráðleggingum embættis landlæknis og er næringargildi hvers réttar reiknað út af matvælafræðingi Skólamatar.

Margir skólar fóru alla leið og skreyttu mötuneytin sín í VÆB stíl, spiluðu VÆB, fóru í VÆB búninga og gerðu þannig upplifun nemenda af VÆB vikunni enn skemmtilegri

Þó að VÆB vikan sé búin verða VÆB bræður áfram sýnilegir hjá Skólamat á næstu vikum svo endilega fylgist með.

Aftur í fréttalista

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00