Fréttir

Hátíðarmatur Skólamatar

Árlegur hátíðarmatur Skólamatar verður í boði í flestum skólum þann 11. desember. Ákveðnir skólar hafa óskað eftir að bera hátíðarmatinn fram á öðrum dögum, upplýsingar um það má nálgast á heimasíðu okkar þar sem hægt er að skoða matseðil hvers skóla fyrir sig. 
 
Á boðstólnum í ár er kalkúnn með salvíusmjöri, steiktum kartöflum, eplasalati og heitri sveppasósu og ísblóm í eftirrétt.
 
Einnig er boðið upp á vegan Wellington með heitri sveppasósu, steiktum kartöflum og eplasalati og vegan ís í eftirrétt.
 
Þau börn sem eru skráð í sérfæði vegna mjólkurofnæmis eða -óþols fá íspinna í stað ísblóms.
 
Í meðlætisbarnum má finna rauðkál, maísbaunir, perur, epli og banana.
 
Við vonum að allir nemendur og starfsfólk njóti hátíðarmatarins og eigi notalega stund saman.

Aftur í fréttalista

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00