Góð næring fyrir mikilvægasta fólkið
Skólamáltíðir eru stór hluti af skóladegi barna í leik- og grunnskólum og mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan nemenda. Við hjá Skólamat leggjum áherslu á gæði, fjölbreytni og öryggi í allri okkar matargerð og næringargildi matseðla er vandlega útreiknað.
Á heimasíðu Skólamatar má finna matseðil hverrar viku fyrir sig ásamt upplýsingum um meðlæti, ávexti, grænmeti og næringargildi. Viðmið um magn ákveðinna þátta er varða næringargildi er ávallt mælt sem meðaltal viku. Þannig geta ákveðnir þættir verið yfir viðmiðum einn dag en undir þann næsta. Er þetta gert til að auka möguleikann á fjölbreytni í fæðuvali og úrvali rétta.
Matvælaöryggi í öndvegi
Öryggi og gæði eru hornsteinar í okkar vinnu. Við fylgjum ströngum reglum um meðferð og geymslu matvæla og leggjum mikla áherslu á hitastjórnun og rekjanleika til að veita börnum bestu og öruggustu skólamáltíðina. Hjá Skólamat starfar fjöldi sérfræðinga á sviði matvælaframleiðslu og reksturs mötuneyta ásamt gæðastjóra.
Skólamáltíðir fyrir alla
Það er mikilvægt að bjóða upp á mat sem hentar öllum börnum, þar á meðal þeim sem hafa ofnæmi eða óþol. Skólamatur býður upp á sérfæði fyrir þau börn sem ekki geta neytt matar af matseðli. Sérfæði er eldað í sérstöku eldhúsi til að tryggja öryggi og gæði. Allt okkar sérfæði er framleitt af umhyggju og fagmennsku.
Við hjá Skólamat höfum það að markmiði að þróa rétti okkar stöðugt í takt við nýjustu rannsóknir, opinberar leiðbeiningar og óskir foreldra og nemenda.
