Fréttir

Búið er að opna fyrir áskriftarskráningu

„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat og okkur er mikið í mun að nemendur njóti
góðrar næringar í amstri dagsins. Á hverjum degi bjóðum við upp á næringarríkan aðalrétt og vegan valkost. Auk
þess er ávallt girnilegur meðlætisbar þar sem má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti, ávöxtum og stundum
létta kalda rétti.

Hagnýtar upplýsingar fyrir skólaárið 2025-2026:
  • Skráning í mataráskrift og ávaxtaáskrift, hefst í dag 20. ágúst á www.skolamatur.is.
    • Skólamáltíðir í hádeginu eru gjaldfrjálsar en mikilvægt er að skráning fari fram og að allar nauðsynlegar upplýsingar skili sér í skráninguna.
    • Skráning í ávaxtaáskrift, í þeim skólum sem við á, fer einnig fram á www.skolamatur.is
  • Mataráskriftir endurnýjast mánaðarlega út skólaárið sé þeim ekki sagt upp sérstaklega
  • Nemendur fá sérstakt skólanúmer sem þeir nota þegar afhending máltíða fer fram í mötuneyti skólans.
  • Ef mataráskrift er ekki nýtt að ákveðnu marki mánaðarlega lokast fyrir hana og sækja þarf um hana aftur.
  • Skólamatur býður upp á sérfæði fyrir þau börn, sem vegna ofnæmis, óþols, læknisfræðilegra einkenna,
    trúarbragða eða lífsstíls, geta ekki neytt matar af matseðli. Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols fæst afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs.
  • Afgreiðsla hádegismáltíða hefst fyrsta kennsludag.

Á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is finnur þú matseðla ásamt innihaldslýsingum og næringarútreikningum
allra máltíða. Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá þá matseðilinn í tölvupósti.

 

Hlökkum til að þjónusta ykkur í vetur!

Hlýjar kveðjur, starfsfólk Skólamatar

Aftur í fréttalista

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00