27. júlí 2022

Skólamatur undirritar samning við Garðabæ

Skólamatur undirritar samning við Garðabæ

Skólamatur og Garðabær hafa nú undirritað með sér samning um framleiðslu og framreiðslu skólamáltíða tímabilið 2022-2025 í Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla og Leikskólanum Sunnuhvoli.

Skólamatur hefur undanfarin ár þjónustað alla grunnskóla í Garðabæ ásamt leikskólunum Sunnuhvoli, Mánahvoli og Bæjarbóli. Garðabær ákvað fyrr á árinu að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Eftir yfirferð tilboða í júní lá niðurstaðan fyrir og í ljós kom að Skólamatur mun áfram þjónusta Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla og Leikskólann Sunnuhvol.

Við í Skólamat viljum nýta tækifærið og þakka fráfarandi viðskiptavinum okkar kærlega fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf undanfarin ár. Við viljum koma á framfæri innilegum þökkum fyrir öll hrósin og allar ábendingarnar sem okkur hafa borist í gegnum tíðina og  hafa hjálpað okkur að gera þjónustuna enn betri.

Við hlökkum til áframhaldandi þjónustu við nemendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla og Sunnuhvols og óskum að sama tíma nýjum þjónustuaðila góðs gengis í komandi verkefni.

Aftur í fréttalista