8. júlí 2020

Seltjarnarnes og Skólamatur í samstarf

Seltjarnarnes og Skólamatur í samstarf

Nú í sumar var undirritaður samningur milli sveitafélagsins Seltjarnarnesar og Skólamatar ehf. um rekstur mötuneyta fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. 

Í vetur var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla sem og fyrir bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2020-2023. Seltjarnarnesbær mat tilboð Skólamatar ehf. hagstæðast.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Axel Jónsson eigandi Skólamatar ehf. skrifuðu undir samstarfssamning þess efnis þann 28. maí sl. Við mat á tilboði var horft til verðs og reynslu rekstraraðila að sambærilegum verkefnum. Tilboð Skólamatar ehf. kom best út þegar tekið var tillit til verðs, gæða og reynslu. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar sinnum um eitt ár eða að hámarki til fimm ára.

Að sögn Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra kveðst hún þess fullviss að fyrirtækið muni standa undir þeim væntingum sem sveitarfélagið gerir heilt yfir til þjónustu, gæða og fjölbreytni máltíða. Seltjarnarnesbær hefur verið heilsueflandi samfélag frá því að gengið var til samninga við Embætti Landlæknis í október 2018. Frá þeim tímapunkti hefur verið unnið markvisst að því að framkvæma og þróa ný verkefni í samstarfi við viðeigandi aðila.

Mikil gleði og tilhlökkun er meðal starfsfólks Skólamatar fyrir komandi vetri á Seltjarnarnesi. 

Aftur í fréttalista