Saga Skólamatar

Sagan

Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum, góðum og heimilislegum mat fyrir leik- og grunnskóla, öldrunarstofnanir og fyrirtæki.

Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007 en áður hafði Matarlyst ehf. rekið skólamötuneyti sem eina einingu innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri. Áhugi Axels fór að beinast að heitum skólamáltíðum eftir setu sína í skólanefnd Keflavíkurbæjar 1990. Út frá reynslu hans í skólanefndinni þróaði Axel viðskiptahugmynd sem varð svo að veruleika 1999 þegar hann hóf að bjóða leik- og grunnskólum upp á hollar máltíðir, sérstaklega ætlaðar nemendum.

Skólamatur ehf. rekur tuttugu mötuneyti á suðvesturhorni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega um sjötíu í dag.


Gæði

Mikil áhersla er lögð á að maturinn sem Skólamatur framleiðir sé útbúinn frá grunni eftir einföldum uppskriftum og úr hágæða hráefni. Stærsti hluti matarins sem boðið er upp á hjá Skólamat er framleiddur í framleiðslueldhúsi fyrirtækisins í Reykjanesbæ og koma sumar uppskriftirnar meira að segja frá Jónu Gísladóttur, móður Axels. Á sama tíma og haldið er í rótgrónar hefðir og venjur er mikil áhersla lögð á framþróun. Mikil áhersla er lögð á heilnæmi og heilsusamlegan mat og sem dæmi má nefna er boðið upp á kornmeti úr heilum höfrum, mikið er eldað úr íslensku hráefni og allur matur Skólamatar er laus við transfitusýrur.

Eftir framleiðslu og samsetningu er maturinn sendur beint í mötuneytin eða snöggkældur eða frystur til að halda ferskleikanum og rétta bragðinu og borinn fram samdægurs. Lokaeldun fer fram í mötuneytunum sjálfum rétt áður en að matartíma kemur. Ávallt er boðið upp á ferskt grænmeti og ávexti í meðlætisbar og sér starfsfólk mötuneytanna um að brytja það niður og bera fram.

Skólamatur vinnur eftir gæðahandbók sem stjórnendur hafa unnið að í samstarfi við Rannsóknarþjónustuna Sýni ehf. og er markmið hennar að tryggja sem best öryggi allra þeirra sem nýta þjónustu fyrirtækisins. Gæðahandbókin byggir á HACCP eftirlitskerfinu.

Skólamatur leggur ríka áherslu á að lifa í sátt við umhverfi sitt og náttúru. Unnið er markvisst að lámörkun matarsóunar og lögð er rík áhersla á flokkun og endurvinnslu. Lífrænn úrgangur er vigtaður í öllum mötuneytum sem Skólamatur þjónustar og þær upplýsingar eru skráðar. Ávallt er notast við umhverfisvottaðar sápur og hreinsiefni og þær notað í lágmarki en þó af skynsemi.

Fagmennska og samstarf

Lögð er áhersla á fagmennsku á öllum sviðum, hvort heldur í matseld, upplýsingatækni eða markaðssetningu.
Hjá fyrirtækinu starfar næringarfræðingur og tryggir samstarf hans við matreiðslumeistara að allur matur innihaldi þau næringarefni sem nemendum, starfsfólki og öðrum viðskiptavinum eru nauðsynleg.

Rík áhersla er lögð á að matseðlar séu vandaðir og vel samsettir. Á sérstökum matseðlafundum koma fagmenn og fulltrúar neytenda með ólík sjónarmið sér saman um samsetningu matseðlanna.

Sú þróun hefur þó átt sér stað víða að áskrifendur Skólamatar sækja sér sjálfir mat í svokallaðri sjálfsskömmtun. Reynsla Skólamatar af slíku fyrirkomulagi er mjög góð, raðir og afgreiðslutími minnkar, ánægja eykst og matarsóun minnkar.

Matarvenjur ráðast ekki eingöngu af smekk heldur einnig af óviðráðanlegum þáttum eins og fæðuóþoli eða ofnæmi. Þeir sem hafa ofnæmi, óþol eða önnur læknisfræðileg einkenni og af þeim orsökum geta ekki neitt matar af matseðli, gefst kostur á að panta sérfæði gegn framvísun læknisvottorðs.

Matreiðsla Skólamatar er í stöðugri þróun og má því fyrst og fremst þakka traustu og góðu samstarfi starfsfólks Skólamatar við matvælaframleiðendur, starfsfólk sveitarfélaganna, skólastjórnendur, kennarar, foreldrar og nemendur. Lykillinn að velgengni fyrirtækisins byggist á þessu góða samstarfi.

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00