Spurt og svarað

Reglulega berast fyrirspurnir til starfsfólks Skólamatar. Hér fyrir neðan birtast algengar spurningar og svör við þeim.

Opnað verður fyrir áskriftarskráningu 22.ágúst 2019 en mikilvægt er að skrá inn rétt bekkjarheiti. Bekkjarheiti eru yfirleitt ekki gefin upp fyrr en á skólasetningu.

Gjaldskrá skólamáltíða er ákveðin af sveitarfélagi, eins og ákvarðanir um systkinaafsátt. Aðeins er veittur systkinaafsláttur í Hafnarfirði og Reykjavík en ekki hjá öðrum sveitarfélögum sem Skólamatur þjónustar. Hafnarfjarðarbær ákvarðar um systkinaafslátt. Reykjavíkurborg innheimtir gjald vegna skólamáltíða í gegnum íbúagátt en ekki í gegnum innheimtuþjónustu Skólamatar. 

Í öllum þeim skólum þar sem aðstaða til eldunar er fyrir hendi er maturinn eldaður í skólanum sjálfum, þ.e.a.s. þar fer lokaeldun fram. Eina undantekningin á því er þegar um súpur eða grauta er að ræða en þá er matur sendur heitur í skólana. Ávextir og grænmeti er ávallt skorið niður á staðnum og er lögð áhersla á ferskleika og fjölbreytni í meðlætisbarnum.

Öllum áskrifendum stendur til boða að fá hóflega ábót á hádegismat.

Þegar hamborgarar, kjúklingabitar eða annar matur sem er skammtaður í einingum er á matseðli þá er ekki gefin ábót á aðalréttinn en ávallt stendur áskrifendum til boða að fá ábót á grænmeti, ávexti eða kartöflum.

Gerðir eru samningar við hvert og eitt sveitarfélag en samningarnir eru margir hverjir mjög ólíkir. Misjafnt er hvað er innifalið í verðinu og eins er niðurgreiðsla sveitarfélaganna mjög misjöfn. Eins leggst ekki virðisaukaskattur á skólamáltíðir til nemenda.
Dagaval er samningsbundið og er ákveðið af sveitarfélögunum sjálfum eða í einhverju tilfellum skólastjórnendum.
Áskrift er seld í mánaðartímabilum óháð því hversu oft nemandi mætir í mat. Í einhverjum sveitarfélögum er boðið upp á að kaupa matarmiða þar sem nemandinn og/eða foreldrar ákveða hvenær hann er í mat og hvenær ekki. Eins stendur öllum til boða að kaupa stakar máltíðir.
Áskrift er seld hverjum og einum nemanda og því mega aðrir ekki nýta mataráskrift eða ábót annarra.

Uppsögn skal berast fyrir 25. mánaðarins á undan og skal hún berast með tölvupósti á skolamatur@skolamatur.is. Fyrsta tímabil vetrarins, frá skólabyrjun og til lok september telst sem eitt tímabil. Einnig frá 1.maí til og með skólaloka. 

Sótt er um mataráskrift hér á síðunni www.skolamatur.is og mikilvægt er að gefa upp réttar upplýsingar, svo sem bekkjarheiti og annað. Hægt er að sækja um áskrift hvenær sem er en nýtt áskriftatímabil hefst í skólabyrjun og eftir það byrjar áskriftin 1.hvers mánaðar. Alltaf má þó semja um skolamatur@skolamatur.is.

Já, næringarfræðingur fer yfir alla matseðla og gætir jafnvægis í matseðlum út frá öllum þeim næringarefnum sem börnum er nauðsynleg. Næringargildi matseðla er vandlega útreiknað.

Skólamatur leggur áherslu á að bjóða upp á mat sem er ferskur, hollur, og eldaður frá grunni. Næringargildi hvers réttar er reiknað út af næringarfræðingi Skólamatar. Ávallt er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum. Þegar um kolvetnisríkan mat er að ræða bjóðum við upp á heilhveitipasta og hýðishrísgrjón og mikil áhersla er lögð á gróft korn, heilnæmt og ferskt hráefni.

Já, ávallt er boðið upp á valkost fyrir þá sem eru vegan. Það er svokallaður hliðarréttur. Einnig er boðið upp á grænmeti og ávexti með mat.

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund og byrjum við fyrsta kennsludag á því. Grauturinn verður afgreiddur í matsalnum.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is

Ef foreldrar hafa spurningar, ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við þá til að senda fyrirspurn á skolamatur@skolamatur.is

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00