Matarsóun

Lengi hefur verið lögð mikil áhersla á nýtingu hráefna og lágmörkun matarsóunar.  Það hefur verið gert með nákvæmum gæðakerfum, skráningu og úrvinnslu gagna.

Markmið matarsóunarverkefna er ávallt að tryggja nægan mat fyrir viðskiptavini en lágmarka þann mat sem ekki er neytt.

Stöðugt er unnið að því að finna leiðir til að nýta matarafganga t.d. til jarðvegsgerðar, í dýrafóður eða til manneldis. 

Til að hámarka nýtingu matvæla er magn sem sent er í eldhúsin skráð ásamt meðhöndlun matvæla á öllum stigum t.d. með vigtun á matarafgöngum. Þá eru neytendur skipulega upplýstir um aðferðir til að sporna gegn matarsóun,  t.d. með því að fá sér minni skammta á disk og fá sér svo ábót ef þörf er á.

Starfsfólk er vel upplýst og frætt um meðhöndlun matvæla og rétta skömmtun þar sem það á við. Starfsfólk er leiðbeint um hvernig skera eigi t.d. grænmeti og ávexti, hvernig bera eigi mat fram til að lágmarka sóun og hvernig best er að framreiða matinn með tilliti til matarsóunar.

Rík áhersla er lögð á umhverfisvænt verklag, t.d. með flokkun og endurvinnslu. Lögð er áhersla á að umbúðir séu úr endurvinnanlegu efni og einnota vörur eru keyptar í lágmarki.

Virk vörustýring (logistic) stuðlar að umhverfisvænum starfsháttum. Þannig eru vörur keyptar í stórum einingum og fluttar í framleiðslueldhús í fáum ferðum. Akstursleiðir og aksturslag er skipulagt með það að markmiði að lágmarka notkun jarðefnaeldsneytis. Einnig er unnið að því að nýta umhverfisvænni orkugjafa á bifreiðar, t.d. rafmagn.

Ávallt er notast við umhverfisvottaðar sápur og hreinsiefni og þær notaðar í lágmarki en þó af skynsemi. Starfsfólk er vel meðvitað um notkun hreinsiefna og sækir árlega námskeið um slíka notkun.  

Fyrirtækið, þjónustan og maturinn hefur þróast gríðarlega á undanförnum árum. Í flestum grunnskólum hefur starfsfólk okkar  séð um matarskömmtun á diska nemenda. Sú þróun hefur þó átt sér stað víða að áskrifendur sækja sér sjálfir mat í svokallaðri sjálfsskömmtun.

Reynsla Skólamatar af sjálfsskömmtun er mjög góð á þeim stöðum þar sem vel hefur verið staðið að undirbúningi þess. Raðir og afgreiðslutími minnkar, ánægja eykst og matarsóun minnkar.

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00