Um Skólamat

Stefnur

„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat og göngum við út frá að framleiða hollar og næringarríkar máltíðir fyrir mikilvægasta fólkið. Markið Skólamatar er að uppfylla stöðugt breytilegar væntingar viðskiptavina okkar, en viðskiptavinir okkar eru heimili, sveitarfélög og nemendur.

Gildi skólamatar eru Jákvæðni, fjölskylda, virðing

Umhverfisstefna

Skólamatur leggur ríka áherslu á að lifa í sátt við umhverfi sitt og náttúru. Unnið er markvisst að lágmörkun matarsóunar og lögð er rík áhersla á flokkun og endurvinnslu. Lífrænn úrgangur er vigtaður í öllum mötuneytum sem Skólamatur þjónustar og þær upplýsingar eru skráðar í dagskýrslur sem nýttar eru við ákvörðunartöku í innkaupum. Skólamatur flokkar allt sitt rusl sem fellur til í framleiðslueldhúsi sínu og skilar aðgreindu til sorpmóttöku. Lögð er áhersla á að umbúðir séu úr endurvinnanlegu efni og einnota vörur eru keyptar í lágmarki. Virk vörustýring (logistic) stuðlar að umhverfisvænum starfsháttum og sem dæmi eru vörur keyptar í stórum einingum og fluttar í framleiðslueldhúsið í fáum ferðum. Akstursleiðir og aksturslag er skipulagt með það að markmiði að lágmarka notkun jarðefnaeldsneytis. Ávallt er notast við umhverfisvottaðar sápur og hreinsiefni og þær notað í lágmarki en þó af skynsemi. Starfsfólk er vel meðvitað um notkun hreinsiefna og sækir árlega námskeið um slíka notkun.

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna tekur mið af gildum Skólamatar jákvæðni, virðing og fjölskylda. Allt starfsfólk Skólamatar hefur rödd innan fyrirtækisins og tilheyra Skólamatarfjölskyldunni.

Markmið Skólamatar er að fylgja eftir jafnréttis- og jafnlaunastefnu  og stuðla að vellíðan starfsfólks.
Virðing er borin fyrir hvert öðru og nálgumst við öll verkefni af jákvæðni.

Jafnréttisstefna

Það er stefna Skólamatar að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt fordæmd.

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Sérstök áhersla er lögð á hafa jafna stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.

JAFNLAUNASTEFNA SKÓLAMATAR

Jafnlaunastefna Skólamatar er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir yfir alla starfsmenn félagsins. Jafnlaunastefnan skal uppfylla viðeigandi viðmið um jafnlaunastefnur í samræmi við ÍST 85:2012, kafla 4.2. Skólamatur fylgir ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Skólamatar þau réttindi sem koma fram í 6.gr laganna.

Skólamatur greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um menntun, hæfni og ábyrgð. Það er stefna Skólamatar að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá félaginu. Um skilgreiningu á launum og kjörum vísast til 9. og 10. mgr. 2. gr. laga og 19. gr. fyrrnefndra laga. Skólamatur fylgir öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma. Launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar og vel rökstuddar.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Skólamatur sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar. Skólamatur hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund, eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á því að stefnunni sé framfylgt.

Samþykkt af stjórn Skólamatar þann 14. október 2021