19. apríl 2024

Framleiðslueldhús Skólamatar

Framleiðslueldhús Skólamatar

„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat og göngum við út frá að framleiða hollar og næringarríkar máltíðir fyrir mikilvægasta fólkið.

Hjá Skólamat eru nokkur eldhús, aðaleldhús, framleiðslueldhús og sérfæðiseldhús. Í þessum eldhúsum er maturinn framleiddur og undirbúinn fyrir skólana, en loka eldun fer fram í skólunum sjálfum. Við hjá Skólamat erum stolt af okkar eigin framleiðslu, en með eigin framleiðslu getum við þróað réttina áfram eftir þörfum okkar viðskiptavina.

Mikil vinna fer í þróun rétta og fara þeir í gegnum prufuferli áður en réttirnir enda á matseðli í skólunum. Í vetur hafa nokkrir réttir endað á matseðli og allir fengið mjög góða einkunn frá nemendum og starfsfólki. Meðal nýrra rétta sem hafa endað á matseðli í vetur má nefna amerísk kjúklingasúpa, austurlenskt svínakjöt í súrsætri sósu og lambagúllas marango. Allir þessir réttir fengu hæstu einkunn og eru komnir til að vera á matseðli. Þróun á nýjum réttum heldur samt áfram og hlökkum við til að kynna okkar viðskiptavinum fyrir þeim réttum í framtíðinni.

Á Instagram-síðu Skólamatar má finna myndbönd þar sem sýnt er frá störfum í eldhúsunum okkar ásamt framleiðslu á mat, einnig sýnum við oft frá starfseminni okkar í story. Endilega fylgið okkur þar og kynnist starfseminni okkar betur.

Fylgdu okkur hér: Instagramsíða Skólamatar

Aftur í fréttalista