Aðalsteinn er stundum kallaður Alli, stundum Steini já og stundum bara Aðalsteinn. En hvað sem hann er kallaður þá er hann frábær bílstjóri og hefur unnið fyrir Skólamat síðan 2005. Aðalsteinn er með hlýtt hjarta og er góður drengur.
Alli er matreiðslumaður og er svæðisstjóri og sér um að halda öllu tip top á Nesinu. Alli er einstaklega ljúfur og duglegur og leysir jafnvel ómögulegustu verkefni með bros á vör. Mikið erum við í Skólamat heppin að „eiga“ einn Alla.
Alda Ragna er starfsmaður í mötuneytinu í Hraunvallaskóla. Alda Ragna er hörkutól með allt á hreinu og fullkomin hlekkur í Hraunvallaskólagenginu.
Alicja starfar í leikskólanum Bjarkalundi í Hafnarfirði. Hún er svo brosmild og jákvæð þessi yndislega manneskja. Hún leysir verkefni sín alltaf vel og eldhúsið hjá henni er alltaf svo fínt.
Alina starfar í miðlægu eldhúsi Skólamatar í Reykjanesbæ. Alina er brosmild, dugleg og frábær samstarfskona.
Andreea Vasi starfar í leikskólanum Fögrubrekku á Seltjarnarnesi. Andreea er líka einkaþjálfari. Hún er alltaf brosandi og í góðu skapi, hörku dugleg og það er frábært að vinna með henni Andreeeu.
Aníta starfar við afleysingar í mötuneytum og eldhúsum fyrirtækisins. Aníta er hörku dugleg og alltaf stutt í hláturinn. Anita er frábær bakari og samstarfsfólk hennar nýtur oft góðs af því þegar hún kemur með hnallþórur með kaffinu.
Anna María starfar í Hofsstaðaskóla með frábæra genginu sem vinnur þar en hér er á ferð mikil fagmanneskja. Hún þekkir eldamennsku frá A til Ö og það er mikilvægt að vera með svona manneskju í Skólamatar-fjölskyldunni.
Arnór er eilífðartáningurinn í hópnum. Hann getur ekki slitið sig frá Skólamat og stekkur til þegar á þarf að halda. Þegar kallið kemur starfar Arnór aðallega sem bílstjóri í afleysingum.
Axel Jónsson er eigandi Skólamatar. Axel er matreiðslumeistari að mennt og er mikill ástríðukokkur. Honum þykir skemmtilegast í heimi að elda fyrir yngstu kynslóðina og eldri borgara.
Ágústa er starfsmaður í afleysingum. Ágústa er frábær viðbót við Skólamatar fjölskylduna . Ágústa er skemmtileg og hörkudugleg og tæklar öll verkefni sem fyrir hana er lög með glans.
Bára Sif hefur sinnt ýmsu í Skólmat, starfa við afleysingar á nánast öllum stöðum en nú er hún komin til að vera í Sérfæðisldeildinni. Bára Sif er róleg og yfirveguð en á sama tíma hörkudugleg og skipulögð.
Berglind starfar á kaffistofu starfsfólks í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Linda eins og hún er alltaf kölluð er reynslubolti og hörkudugleg. Það er frábært að vinna með henni Lindu.
Berglind Nanna leysir Hildi Hlín af í fæðingarorlofi sínu og mun sjá um launa- og upplýsaingamál.
Bjarlaug er hokin af reynslu hér í Skólamat en eftir nokkra ára fjarveru kemur hún galvösk til baka og leysir af út um allar trissur.
Björg eða Didda eins og hún er alltaf kölluð er sko stór partur af Skólamatar fjölskyldunni enda systir eigandans ;) Didda er einstaklega barngóð, dugleg og sérstaklega úrræðagóð. Didda leysir af þegar þess er þörf í mötuneytum.
Björk er starfsmaður í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en Björk hefur einnig starfað í öðrum mötuneytum Skólamatar og er því reynslumikil kona. Björk er frábær vinnufélagi, dugleg, skemmtileg og með risastórt hjarta <3
Burhanedin, eða Bullý eins og hann er kallaður er starfsmaður í uppvaski og aðstoð í framleiðslueldhúsi Skólamatar í Reykjanesbæ. Bullý er duglegur og vinnusamur.
Bylgja Dís er fjármálastjóri Skólamatar. Bylgja Dís býr að áralangri reynslu og þekkingu af bókhaldi og rekstri fyrirtækja. Með vinnu stundar hún einnig nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst.
Dagbjört er starfsmaður í mötuneyti Skólamatar í Gerðaskóla. Dabba eins og hún er alltaf kölluð hefur unnið hjá Skólamat í rúman áratug og hefur svo sannarlega markað sitt spor í þróun á skólamáltíðum hjá Skólamat. Dabba er yndisleg, góðhjörtuð og frábær vinnufélagi.
Daníel er bílstjór í Skólamat og þeysist út um allar trissur með mat og annað og ávallt með bros á vör og ljúfur sem lamb.
Darvesh starfar bæði á lager og sem afleysinga bílstjóri en svo er Darvesh alltaf til í að hlaupa í öll störf og gerir það með bros á vör. Hann er hörku duglegur og skemmtilegur gaur.
Dorota starfar í mötuneytinu í leikskólanum Víðivöllum i Hafnarfirði. Hún hefur unnið á Víðivöllum í fjölda mörg ár og þar kann hún sko sitt fag. Hún er alveg dásamleg hún Dorota.
Dorota starfar í miðlægu eldhúsi Skólamatar í Reykjanesbæ. Dorota er dugleg til vinnu, skemmtileg og góður vinnufélagi.
Elisabeth starfar í afleysingum hjá Skólamat. Elisabeth er frá Færeyjum og mikið erum við íslendingar heppnir að hafa hana hér á landi :)
Elísabet eða Beta eins og hún er kölluð starfar í sérfæðisteyminu í Skólamat. Á sama tíma og hún Beta er hörku dugleg þá er hún líka svo ljúf og þægileg. Hún er svo frábær viðbót við geggjaða teymið í sérfæðinu.
Elísabet starfar í mötuneytinu í Stapaskóla. Elísbet er skipulögð og dugleg og það er alltaf gott að leita til hennar, hún leysir úr öllu.
Emil Örn er matreiðslumaður að mennt og starfar í miðlægu eldhúsi Skólamatar með því frábæra gengi sem þar er.
Erna Ósk starfar í Akurskóla en áður var hún í Stapaskóla, reynslubolti hér á ferð. Erna er glaðlynd, brosir allan hringin og vill alltaf finna jákvæða lausn á öllum málum. Frábær hún Erna.
Eva Dögg starfar í skólamötuneyti Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Eva hefur unnið í fleiri mötuneytum Skólamatar í mörg ár og er reynslubolti í skólamatarmálum. Eva á bæði mömmu og systur sem starfa hjá Skólamat- þetta er líka fjölskyldufyrirtæki ;) Eva er ótrúlega fjörug, hress og skemmtileg skvísa :)
Eygló Ýr starfar í mötuneytinu í Sandgerðisskóla. Eygló er brosmild, dugleg og ótrúlega skemmtilegur vinnufélagi.
Eyrún Eva starfar í leikskólanum Vesturkoti í Hafnarfirði. Þar stýrir hún eldhúsinu með glæsibrag. Hún elskar að vera í kringum dýr og þá sérstaklega hunda. Alveg frábær hún Eyrún.
Fanný Sigríður er mannauðsstjóri Skólamatar. Hún er viðskiptafræðingur og lauk Msc í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands í október 2013. Fanný elskar jóga og er sérleg áhugakona um lífrænt kakó frá Gvatemala.
Florin starfar ýmsum mötuneytum hjá Skólamat og reddar öllu. Hann er bókstaflega alltaf brosandi og alltaf glaður. Það er frábært að vinna með honum Florin.
Francoise starfar í mötuneyti Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Francoise er af frönskum ættum en bjó í Þýskalandi áður en hún kom til Íslands. Hún er yndisleg, ljúf og góð en hörku dugleg á sama tíma.
Fríða starfar í mötuneyti Myllubakkaskóla en Fríða hefur unnið ýmis störf inna Skólamatar svo hún getur bókstaflega allt! Fríða er alltaf svo ljúf og glöð og yndislegur vinnufélagi.
Fríða eins og hún er ávallt kölluð gefur nemendum í Lækjarskóla hafragraut á morgnana og sinnir svo starfsfólkinu í hádeginu. Það er svo gott að vinna með Fríðu því hún hefur svo gott jafnaðargeð.
Grétar Óla er yfirbílstjóri og keyrir þvers og kruss á höfuðborgarsvæðinu. Grétar er með áratuga reynslu í bílageiranum og þekkir allar hliðarnar í bílabransanum. Grétar er frábær vinnufélagi og alltaf stutt í húmorinn.
Guðmundur starfar á skrifstofu Skólamatar og sér um frístundina, pantanir og fullt af öðru stöffi. Gummi eins og hann er kallaður er excel snillingur en það er aldrei of mikið af þeim í Skólamat.
Guðný stýrir Tiltektinni í framleiðslueldhúsi Skólamatar. Guðný starfaði áður í mötuneyti Keilis. Guðný er lausnamiðuð, jákvæð og hörku dugleg. Ef einhvern vantar uppskrift að grænum heilsusafa eða einhverju öðru hollu, þá er Guðný rétta manneskjan :)
Guðrún Ágústa starfar í mötuneyti Engidalsskóla ásamt því frábæra fólki sem þar er.
Guðrún Hind starfar í mötuneytinu í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði þar sem hún og hennar yndislegu samstarfskonur vinna sem frábært teymi og þær elska að gefa krökkunum að borða.
Guðrún starfaði áður í mötuneytinu í Akurskóla en starfar nú í afleysingum og flakkar á milli mötuneyta þegar á þarf að halda. Guðrún er alltaf dásamlega dugleg og jákvæð og rúllar upp öllum verkefnum sem hún tekur að sér.
Guðrún Rut starfar í mötuneyti Sandgerðisskóla. Guðrún er reynslubolti sem kallar ekki allt ömmu sína ;)
Gyða Kolbrún starfar í framleiðslueldhúsi Skólamatar í Reykjanesbæ þar sem hún stýrir m.a. uppvöskunarteyminu. Gyða hefur starfað í Skólamat á ýmsum stöðum og alltaf fær hún bestu einkunn frá samstarfsfólki sínu. Hún er svo jákvæð, brosmild og yndisleg hún Gyða.
Hafdís er nýjasti meðlimur Hvaleyrarskóla-gengisins og hún passar svo vel inn í hópinn að við munum eiginlega ekki hvernig þetta var án hennar. Alveg frábær hún Hafdís.
Hafdís starfar í afleysingum út um allt, hún leysir af með sínu jákvæða viðhorfi og dugnaði að vopni.
Hafdís starfar í Garðaskóla ásamt Kollu og saman hafa þær gefið unglingunum í Garðabæ mat í fjöldamörg ár. Hafdís er mikill göngugarpur og útivistamanneskja. Hafdís er frábær vinnufélagi.
Halldór starfar nú í Tiltektinni með Lenu og Guðnýju en hann Halldór starfaði hér á árum áður í miðlægu eldhúsi Iðavalla og það er eins og hann hafi bara ekki farið, hann passar bara svo vel inn í hópinn. Dásamlegur hann Halldór, duglegur og skipulagður.
Halldóra eða Dóra eins og hún er kölluð starfar í miðlægu eldhúsi Skólamatar á Iðavöllum í Reykjanesbæ. Dóra gengur í öll störf og er bæði vandvirk og dugleg. Það er alveg dásamlegt að vinna með henni Dóru.
Helga Rut starfar í skólamötuneyti Myllubakkaskóla. Helga Rut hefur starfað í öðrum mötuneytum Skólamatar og er mikill reynslubolti. Helga Rut er hörku dugleg og vinnur öll verk sín vel og örugglega. Það er frábært að vinna með Helgu Rut.
Herdís starfar í mötuneytinu í Hvaleyrarskóla og þar gefur hún nemendum að borða. Herdís er ljúf og góð, hörku dugleg og skipulögð. Herdís er líka mikil fjölskyldumannekja og frábær vinnufélagi.
Hildur starfar í mötuneytinu í grunnskóla Grindavíkur þar sem hún gefur nemendum og starfsfólki mat með bros á vör. Hildur er skipulögð, duglegu, ljúg og góð, já og svo er hún líka hörku golfari og skellir sér á golfvöllin við hvert tækifæri.
Hildur starfar áskrifstofu Skólamatar og sér um launaútreikninga, færir bókhald og svarar öllum sem senda póst á skolamatur@skolamatur.is ásamt ýmsu öðru skrifstofutengdu. Hildur er með diploma próf í margmiðlun, er ljósmyndari og hefur starfað við auglýsingagerð ásamt mörgu öðru. Hildur hefur hefur næmt auga fyrir öllu fallegu :) Hildur frábær vinnufélagi, dugleg, klár og skemmtileg.
Hjördís Rún starfar við afleysingar í mötuneytum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er systir Kolbrúnar í Hraunvallaskóla. Alltaf svo gaman að hafa fjölskyldur í hópnum, enda fjölskyldufyrirtæki :)
Hjörtur er bílstjóri með meiru. Hann þeysist um alla höfuðborgina með skólamat og annað í mötuneytin og er einstaklega hjálplegur og liðlegur samstarfsfélagi.
Hrefna starfar í eldhúsinu í leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ. Hrefna er alltaf glöð og kát við krakkana og starfsfólk skólans og svo er hún frábær samstarfskona.
Hrefna Ósk starfar í mötnuneytinu í Háaleitisskóla. Hrefna er skipulögð og með allt á hreinu. Hún er ljúf og góð við nemendur og starfsfólk og frábær samstarfsfélagi.
Inga, sem heitir reyndar Ingveldur, er að reyna að komast á eftirlaun en við hjá Skólamat leyfum henni það ekki því hún er svo frábær starsmaður. Hún er þessi sem er alltaf með allt á hreinu, eldhúsin sem hún vinnur í eru ALLTAF hrein, hún er með allt skipulag upp á 10 og svo er hún líka bara svo frábær.
Ingibjörg Magnúsdóttir eða Inga Magg eins og hún er kölluð í Skólamat leysir af hvar sem er hvenær sem er- nema þegar hún er í golfi á Flórida. Inga er kattþrifin og svakalega skipulög- fyrir utan að vera skemmtileg og frábær samstarfskona.
Ingibjörg og Sandra stýra mötuneytinu í Setbergsskóla og þvílíkt gengi þar á ferð. Þær eru svo jákvæðar og skipulagðar og nemendur og starfsfólk eru yfir sig hrifin.
Hann Ingþór okkar er gull af manni. Hann er alltaf með bros á vör, þeysist um allt og segir aldrei nei. Hann er frábær vinnufélagi og vinur.
Isabell kemur frá þýskalandi og starfar í Hofsstaðaskóla. Hún er skipulögð, dugleg og frábær vinnufélagi sem elskar Ísland.
Ivica eða Ivan eins og við köllum hann er frábær bílstjóri en gengur líka í öll störf og gerir allt vel. Ivan er alltaf hlæjandi og hann smitar gleði i kringum sig.
Janja starfar við afleysingar í Skólamat. Hún býr í Grindavík en veigrar sér ekkert við að leysa af hvar sem er. Hún er alveg frábær hún Janja.
Jódís starfar í Viðistaðaskóla við Engidal, þ.e. gamla Engidalsskóla og þar skammtar hún nemendum hádegismat. Jódís er glæsileg kona sem er með allt á hreinu. Það er frábært að hafa Jódísi í Skólamatarfjölskyldunni.
Jóhann er matreiðslumaður að mennt og stýrir mötuneytinu í leikskólanum Mánabrekku með prýði. Jóhann er skemmtilegur, fyndinn og það er gaman að vinna með honum.
Jón er framkvæmdastjóri Skólamatar. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og er þekktur fyrir einstaka excel-sérfræðikunnáttu sína. Jón er mikill fjölskyldumaður og stundar félagsstörf af kappi.
Jón Ársæll er einn af 5 Jónunum í fyrirtækinu og einn af tveimur bílstjóra-Jónunum. Hörku duglegur, skemmtilegur og frábær bílstjóri sem passar vel inn í hópinn.
Jón Guðni er yfirmatreiðslumaður Skólamatar enda algjör meistari (matreiðslumeistari!). Jón Guðni er snilldar kokkur, hugmyndaríkur og kann að láta verkin tala. Jón Guðni er alltaf hress og kátur og passar svo fullkomlega inn í Skólamatar fjölskylduna.
Rósa starfar við afleysingar og hún leysir nánast hvern sem er af, hvort sem það er í mötuneytunum, Tiltektinni eða eldhúsinu. Rósa er ljúf, þægileg og hörku dugleg.
Það ættu allir að eiga eina svona Kötlu í sínum hópi. Katla er nefnilega svo jákvæð, hugmyndarík, framtaksöm og dugleg að það er ekki annað hægt en að láta hlutina ganga í kringum hana. Katla er með B.s. í viðskiptafræði frá HÍ og leggur nú lokahönd á M.s ritgerðina sína í verkefnastjórnun frá HÍ.
Katrín, eða Kata eins og hún er kölluð starfar í Heiðarskóla i Reykjanesbæ. Kata er snyrtifræðingur að mennt.
Keshari Maya- eða bara Maya eins og hún er alltaf kölluð starfar í Hofsstaðaskóla og gefur nemendum þar að borða holla, ferskan mat eldaðan frá grunni. Maya er yndisleg, ljúf og góð.
Kristín starfar í Hamraskóla í Reykjavík þar sem hún gefur ánægðum nemendum hádegismat á hverjum degi með bros á vör. Hún er algjört yndi hún Kristín.
Kristín starfar í mötuneyti Engjaskóla í Reykjavík og hér er á ferð hörkudugleg kona með jákvætt viðmót.
Krzysztof starfar sem bílstjóri í Skólamat. Dugnaður er orðið sem fyrst kemur í huga fólks sem vinnur með honum. Hann er líkega þægilegur í samskiptum og gengur í öll verk. Alveg frábær hann Krzysztof.
Laeila starfar við afleysingar í mötuneytum og eldhúsum Skólamatar. Laeila er alltaf brosandi, kát og glöð. Krakkarnir elska Laeilu.
Lára Liv starfar á kaffistofu starfsfólks í Hvaleyrarskóla. Lára Liv er reynslubolti, hörkudugleg og frábær vinnufélagi.
Leoncia er frá Filipseyjum og elskar matargerð og allt sem viðkemur mat. Leoncia er barngóð, ljúf og dugleg og frábær samstarfsfélagi.
Liliana starfar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði með frábærum hópi starfsfólks. Liliana er hörku dugleg og frábær vinnufélagi.
Lina starfar í mötneyti leikskólans Sunnuhvols. Lina er ein af þeim sem er alltaf brosandi og nálgast verkefni sín af jákvæðni og kærleik. Frábær hún Lina.
Lovísa Björnsdóttir er matreiðslumaður að mennt en er einnig útlitshönnuður svo hún hefur þetta listræna í sér. Lovísa er dugleg, skemmtileg og frábær samstarfsfélagi.
Luisa Maria er ein af skyttunum þremur í Mýrarhúsaskóla. Þar vinna þau eins og vel smurð vél, Luisa, Yannier og Aðalsteinn. Frábært gengi þar á ferð.
Magnea starfar í mötuneytinu í Sólbrekku á Seltjarnarnesi. Magnea er ljúf og þægileg og frábær vinnufélagi.
Margrét er háskólanemi en starfar við afleysingar hjá Skólamatarfjölskyldunni. Hún gengur í öll störf og leysir af þar sem þess er þörf. Margrét er dugleg, samviskusöm og skemmtilegur vinnufélagi.
María starfar í mötuneyti Skarðshlíðrskóla.
Marta starfar í Furuskógum. Hún er dugleg, skemmtileg og frábær starfsmaður.
Milena, eða bara Lena er í Tiltektar-genginu og þvílíkt gengi! Lena er tengdadóttir Guðnýjar sem stýrir Tiltektinni og það er eins gott fyrir hana Lenu að gera eins og tengdó segir ;) Skemmtileg, dugleg og mikill húmoristi sem hún Lena er.
Miroslaw, eða Mirek eins og hann er jafnan kallaður, starfar við hlið matreiðslumanna í eldhúsi. Hann hefur einnig starfað sem bílstjóri fyrir Skólamat. Mirek er duglegur og kraftmikill náungi.
Monika starfar í mötuneyti Stapaskóla sem er deild innan Akurskóla og er í Dalshverfinu í Innri Njarðvík. Monika er ljúf og góð sem krökkunum líkar mjög vel við.
Nína Björk er skrifstofustjóri Skólamatar. Hún sér um innheimtumál, almenn gjaldkerastörf og reikningagerð, svo eitthvað sé nefnt. Nína Björk hefur starfað hjá Skólamat frá upphafi og er ómissandi hlekkur í Skólamatar-keðjunni/fjölskyldunni <3
Óli Geir leyfir öllum að njóta starfskrafta sinna sem þurfa þess því hann leysir af í mötuneytunum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er nú einn af þeim yndislegustu í bransanum en á sama tíma gallharður, skipulagður, duglegur og kattþrifinn. Óli Geir er líka dansari og tekur stundum sporin ;)
Páll Gunnar eða Palli eins og hann er kallaður, starfar við hlið matreiðslumanna í eldhúsum Skólamatar. Palli gengur í svo til öll störf. Palli er mikill húmoristi og frábær vinnufélagi.
Ragna starfaði áður í mötuneytinu í Sjálandsskóla en henni var svo "stolið" í afleysingarnar þar sem hún leysir allt og alla af. Ragna er sérleg áhugasöm um sérfæði og ofnæmismat og passar sérstaklega vel upp á þau börn. Ragna er alltaf glöð og sér alltaf björtu hliðarnar á málinu.
Ragna sinnir afleysingum á höfuðborgarsvæðinu. Ragna leysir öll verkefni sem lagt er í hennar hendur og er dugleg og rösk kona. Ragna er mikil hestakona og elskar að vera út í náttúrunni :)
Reyndís eða Dísa eins og hún er kölluð starfar í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Dísa er hörku dugleg og kallar ekki allt ömmu sína. Dísa er reynslumikil og leysir ótrúlegustu hluti með dugnaðinn að vopni.
Rúnar er matreiðslumaður að mennt og er framleiðslustjóri Skólamatar. Rúnar er snilldar kokkur, mikill fagmaður og ótrúlega skemmtilegur vinnufélagi. Rúnar er hress og drífandi.
Þuríður Edda, eða Rúrí eins og hún er alltaf kölluð, starfar í mötuneyti Smáraskóla en Rúrí hefur unnið í þónokkrum mötuneytum fyrir Skólamat enda reynslubolti hér á ferð. Rúrí er hress, skemmtileg og duglegur starfsmaður. Það er aldrei leiðilegt í kringum hana Rúrí :)
Sandra og Ingibjörg stýra mötuneytinu í Setbergsskóla og þvílíkt gengi þar á ferð. Þær eru svo jákvæðar og skipulagðar og nemendur og starfsfólk eru yfir sig hrifin.
Sara er mannauðsfulltrúi hjá Skólamat en hún hefur sinnt ýmsum störfum fyrir fyrirtækið síðasta áratuginn eða svo. Sara er sú sem best er að hafa samband við varðandi mannauðsmál.
Sesselja eða Sessý starfar í Stapaskóla og gefur grunnskólabörnum að borða með bros á vör. Sessý er róleg en hrikalega dugleg. Það er frábært að vinna með henni Sessý.
Sesselja, eða Setta, er svæðisstjóri á Suðurnesjum. Hún flakkar á milli mötuneyta á Suðurnesjum, leysir af þegar þess er þörf og er tengiliður milli yfirstjórnenda og mötuneyta. Setta er yndisleg stúlka sem vill öllum svo vel. Setta er frábær vinnufélagi og vinkona.
Sigfús eða Fúsi starfar í miðlæga eldhúsi Skólamatar á Iðavöllum. Fúsi á bara pínulítið eftir til að geta kallað sig matreiðslumann en hann er mikill áhugamaður um mat og það er alltaf stutt í húmorinn og grínið í kringum Fúsa. Fúsi er frábær vinnufélagi og vinur.
Sigrún starfar í mötuneyti Háaleitisskóla í Reykjanesbæ. Hún starfaði áður í leikskólanum Gefnarborg og hefur víðtæka reynslu og þekkingu í matvælabransanum. Sigrún er skipulögð og hörku dugleg.
Sigrún starfar sem svæðisstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún flakkar á milli mötuneyta á Höfuðborgarsvæðinu, leysir af þegar þess er þörf. Sigrún hefur áður unnið í mötuneytum Skólamatar og er því reynslumikil kona. Sigrún er frábær vinnufélagi, dugleg og skipulögð.
Sigurbjörg eða Sibba eins og hún er kölluð starfar við afleysingar í Grunnskóla Grindavíkur. Sibba er duglegur og skemmtilegur starfskraftur sem gott er að vinna með.
Sigurlaug eða Systa eins og hún er kölluð starfar í Njarðvíkurskóla. Systa hefur unnið hjá Skólamat til fjölda ára. Systa er yndislegur vinnufélagi, dugleg og skipulögð.
Sólborg starfar þétt við hlið Hildar í mötuneyti Grunnskóla Grindavíkur. Þar gefa þær nemendum holla, góðan og heimilislegan mat alla daga. Sólborg er fyndin, skemmtileg og hörku dugleg.
Sóley starfar í mötuneyti Álftanesskóla. Sóley er dugleg, skemmtileg og góður vinnufélagi.
Sólmundur, eða Sóli, er rekstrarstjóri Skólamatar. Hann kemur fyrir sem pollrólegur og sultuslakur en þessi drengur er gallharður og hörku duglegur.
Sólrún starfar í mötuneyti Heiðarskóla ásamt Brynju og Sólrún hefur starfað þar í rúman áratug. Sólrún er mjög skipulögð, dugleg og yndislegur vinnufélagi sem alltaf er hægt að treysta á. Það er alltaf fjör í kringum Sólrúnu :)
Steinunn Ósk vinnur í mötuneytinu í Akurskóla með vinkonu sinni henni Guðrúnu. Þær eru frábært teymi, jákvæðar, duglegar og skemmtilegar við krakkana.
Stella María starfar á kennarastofunni í Setbergsskóla og gerir líka hafragraut og sér um ávaxtaáskrift fyrir nemendur. Stella María er einstaklega ungleg, létt á fæti, dugleg og frábær samstarfsfélagi.
Svetlana starfar í Skarðshlíðarskóla þar sem hún eldar hafragraut á morgnana og gefur krökkunum að borða hádegismat. Svetlana er ljúf og góð en hörku dugleg og vinnusöm.
Sylwia starfar í Engidalsskóla og Álfabergi þar sem hún gefur grunn- og leikskólabörnum hollan, góðan og heimilislegan mat alla daga :)
Thelma starfar ásamt Sóley í mötuneytinu á Álftanesi þar sem þær gefa krökkunum að borða hádegismat á hverjum degi. Thelma er ljúf og þægileg og krakkarnir elska hana.
Valtýr er umsjónamaður fasteigna og bifreiða en starfaði áður sem bílstjóri. Valtýr hefur áhuga á veiði og bílum. Hann er hvers manns hugljúfi, er skipulagður, duglegur og skemmtilegur og það er frábært að vinna með honum.
Vilborg Telma starfar í mötuneyti grunnskóla Grindavíkur við Suðurhóp en Vilborg hefur mikla reynslu af því að vinna í mötuneyt enda starfaði hún áður hjá Skólamat í Myllubakkaskóla. Vilborg er dóttir Sigurjónu sem starfar í Stapaskóla - alvöru fjölskyldufyrirtæki.
Þóra Björk stýrir sérfæðisteymi Skólamatar en hún lauk prófi í sölu og markaðssetningu frá Manchester árið 2005 og lauk námi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands árið 2019. Þóra Björk hefur grunn í fyrirtækjarekstri og mikla reynslu úr matvæla- og veitingabransanum. Þóra Björk er skipulögð, nákvæm, skemmtileg og mikill húmoristi. Þóra Björk passar svo vel inn í Skólamatar-gengið.
Þóra starfar í afleysingum hjá okkur. Þóra er mikill húmoristi og vill hafa gaman í vinnunni- já og reyndar allsstaðar.
Þórey hefur starfað í Holtaskóla til fjölda ára og þar gefur hún nemendum og starfsfólki hollan, góðan og heimilislegan skólamat. Það er aldrei logn í kringum þessa skemmtilegu stelpu og dugleg er hún!
Þórhildur eða Dódý eins og hún er kölluð, starfar í mötuneytinu í Njarðvíkurskóla en var áður í Akurskóla. Hún er svo skipulögð, jákvæð og dugleg hún Dódý og hún smellpassar inn í Skólamatar-gengið.