Fréttir

Fréttatilkynning vegna áhrifa COVID-19

Kæru viðskiptavinir Skólamatar.

Til þess að bregðast við tilmælum yfirvalda starfar Skólamatur nú tímabundið eftir breyttu verklagi. Ákvörðun um hvernig matarþjónusta fer fram í leik- og grunnskólum er í höndum skólastjórnenda á hverjum stað og miðast verklag við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólk skólanna.

Við skiljum vel að þessar tímabundnu breytingar geti skapað óvissu og vakið upp spurningar.

Unnið er í því að svara spurningum í samstarfi við stjórnendur grunnskóla og fulltrúa sveitarfélaga. Eitt af því sem verið er að leysa er útfærsla á breyttum forsendum mataráskrifta og greiðslum. Við munum senda út frekari upplýsingar þegar að málin skýrast.
Við hjá Skólamat munum gera okkar allra besta við finna leiðir til þess að geta haldið áfram að bjóða nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat á öruggan hátt á þessum óvissutímum.

Með von um jákvæð viðbrögð og skilning.

Kær kveðja,
Starfsfólk Skólamatar ehf.

Aftur í fréttalista

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00