Fréttir

Fréttatilkynning 2

Kæru viðskiptavinir Skólamatar.

Hlutirnir breytast hratt þessa dagana og þegar ljóst var að ekki væri hægt að bjóða upp á heitan mat þurfi Skólamatur að breyta öllu verklagi mjög snögglega.

Til þess að geta boðið upp á mat sem samræmdist tilmælum yfirvalda með svo skömmum fyrirvara var einungis hægt að bjóða upp á samlokur og ávexti. Skiljanlega hefur einhverrar óánægju gætt meðal viðskiptavina okkar vegna þessa. Við hjá Skólamat viljum byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem þið gerið til okkar þessa síðustu tvo daga. Það skiptir okkur öllu máli að bjóða nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat. Við erum að leita allra leiða til þess að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum svo að við getum haldið áfram að bjóða upp á hollan og ferskan mat.

Það gleður okkur að segja frá því að við erum sem stendur að leggja lokahönd á matseðil næstu viku sem verður mun fjölbreyttari og veglegri.

Að lokum viljum við þakka nemendum og foreldrum kærlega fyrir þann skilning sem okkur hefur verið sýndur síðustu daga.

Kær kveðja,
Starfsfólk Skólamatar

Aftur í fréttalista

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00