nav_skolamatur

Sérfæði


Þeir sem hafa ofnæmi, óþol eða önnur læknisfræðileg einkenni og af þeim orsökum geta ekki neitt matar af matseðli gefst kostur á að panta sérfæði gegn framvísun læknisvottorðs. Ástæða þess að við krefjumst læknisvottorðs er sú að aðeins þannig má tryggja að matreitt sé eftir læknisfræðilegum þörfum hvers og eins og að um læknisfræðilegar orsakir sé að ræða.

Starfsfólk Skólamatar fagnar öllum ábendingum varðandi skólamatinn, hvort sem það á við um matinn í heild sinni, sérstaka rétti eða sérfæðið.

Anna María Skúladóttir, matartæknir og sérstök áhugakona um sérfæðismál, matreiðir sérfæði fyrir hvern og einn nemanda sem þarf á því að halda. Anna María er vakin og sofin yfir þeim verkefnum sem hún stendur frammi fyrir og fagnar öllum ábendingum og hugmyndum sem henni berast.