nav_skolamatur

Saga


Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki í eigu matreiðslumannsins Axels Jónssonar. Á löngum starfsferli hefur hann komið víða við í matreiðslugeiranum en það var um árið 1990 sem áhugi hans fór að beinast að heitum skólamáltíðum.  Í um áratug þróaðist hugmyndin um Skólamat og árið 2000 hóf fyrirtækið starfsemi sína . Í seinni tíð hafa börn Axels, þau Fanný og Jón gengið til liðs við fyrirtækið og starfa við hlið föður síns í dag

 

Í dag rekur Skólamatur 22 mötuneyti á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu og eru starfsmenn þess 70 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og framleiðslueldhús er í Reykjanesbæ. Þar eru framleiddar um 7000 hádegismáltíðir og um 500 síðdegishressingar á dag. Þjónustusamningar um máltíðirnar og rekstur mötuneytanna eru gerðir við sveitarfélögin, sem eru Reykjanesbær, Garður, Sandgerði, Grindavík, Kópavogur,Garðabær og Reykjavík. Aðallega er um að ræða grunnskólamötuneyti en undanfarin ár hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og þjónustar nú einnig leikskóla, öldrunarheimili og aðrar stofnanir til lengri eða skemmri tíma