nav_skolamatur

Spurt og svarað


Reglulega berast fyrirspurnir til starfsfólks Skólamatar. Hér fyrir neðan birtast algengar spurningar og svör við þeim:

Hvenær get ég skráð barnið mitt í mataráskrift fyrir haustið 2017?

Opnað verður fyrir áskriftarskráningu 22.ágúst 2017 en mikilvægt er að skrá inn rétt bekkjarheiti. Bekkjarheiti eru yfirleitt ekki gefin upp fyrr en á skólasetningu. 

 

Er veittur systkinaafsláttur?

Gjaldskrá skólamáltíða er ákveðin af sveitarfélagi, eins og ákvarðanir um systkinaafsátt. Aðeins er veittur systkinaafsláttur í Reykjavík en ekki hjá öðrum sveitarfélögum sem Skólamatur þjónustar. Reykjavíkurborg innheimtir gjald vegna skólamáltíða í gegnum íbúagátt en ekki í gegnum innheimtuþjónustu Skólamatar. 

 

Er maturinn eldaður í mínum skóla ?

Í öllum þeim skólum þar sem aðstaða til eldunar er fyrir hendi er maturinn eldaður í skólanum sjálfum, þ.e.a.s. þar fer lokaeldun fram. Eina undantekningin á því er þegar um súpur eða grauta er að ræða en þá er matur sendur heitur í skólana. Ávextir og grænmeti er ávallt skorið niður á staðnum og er lögð áhersla á ferskleika og fjölbreytni í meðlætisbarnum.

 

Fá allir ábót ?

Öllum áskrifendum stendur til boða að fá hóflega ábót á hádegismat.

Þegar hamborgarar, kjúklingabitar eða annar matur sem er skammtaður í einingum er á matseðli þá er ekki gefin ábót á aðalréttinn en ávallt stendur áskrifendum til boða að fá ábót á grænmeti, ávexti eða kartöflum.

 

Af hverju er verðið ekki eins allstaðar ?

Gerðir eru samningar við hvert og eitt sveitarfélag en samningarnir eru margir hverjir mjög ólíkir. Misjafnt er hvað er innifalið í verðinu og eins er niðurgreiðsla sveitarfélaganna mjög misjöfn. Eins leggst ekki virðisaukaskattur á skólamáltíðir til nemenda. 

 

Af hverju geta ekki allir valið mataráskrift ákveðna vikudaga ?

Dagaval er samningsbundið og er ákveðið af sveitarfélögunum sjálfum eða í einhverju tilfellum skólastjórnendum.

 

Hvað ef ég er í áskrift en mæti ekki ?

Áskrift er seld í mánaðartímabilum óháð því hversu oft nemandi mætir í mat. Í einhverjum sveitarfélögum er boðið upp á að kaupa matarmiða þar sem nemandinn og/eða foreldrar ákveða hvenær hann er í mat og hvenær ekki. Eins stendur öllum til boða að kaupa stakar máltíðir.

 

Getur einhver annar nýtt mataráskriftina mína ?

Áskrift er seld hverjum og einum nemanda og því mega aðrir ekki nýta mataráskrift eða ábót annarra.

 

Hvenær get ég sagt upp mataráskrift ?

Uppsögn skal berast fyrir 25. mánaðarins á undan og skal hún berast með tölvupósti á skolamatur@skolamatur.is.

 

Hvernig sæki ég um mataráskrift ?

Sótt er um mataráskrift hér á síðunni www.skolamatur.is og mikilvægt er að gefa upp réttar upplýsingar, svo sem bekkjarheiti og annað. Hægt er að sækja um áskrift hvenær sem er en nýtt áskriftatímabil hefst í skólabyrjun og eftir það byrjar áskriftin 1.hvers mánaðar. Alltar má þó semja umskolamatur@skolamatur.is.

 

Fer næringarfræðingur yfir matseðla ?

Já, næringarfræðingur fer yfir alla matseðla. Næringarfræðingur Skólamatar er Ólafur Sæmundsson. Ólafur er duglegur að birta greinar og fróðleik á heimasíðu Skólamatar og svarar beinum fyrirspurnum er varða næringu á skolamatur@skolamatur.is

 

Er maturinn hollur ?

Skólamatur leggur áherslu á að bjóða upp á mat sem er hollur, góður og heimilislegur. Hver réttur er reiknaður út af næringarfræðingi sem metur næringargildi matarins. Ávallt er boðið upp á ávexti og/eða grænmeti með matnum. Ávallt er boðið upp á heilhveitipasta og hýðishrísgrjón og er mikil áhersla lögð á gróft korn og heilnæmat og ferskt hráefni.